Barnavernd á að ganga í málið þegar barn strýkur!

Forsjárdeilur fara illa með börn. Yfirvöld eru á stundum sein til verka. Kerfið er of seinlegt. Börn hljóta skaða af. Barn sem þjáist af áhyggjum, kvíða og jafnvel þunglyndi hefur beðið tjón vegna forsjárdeilu. Kerfið notar oft barn sem tilraunadýr í þágu fullorðinna. Barn er notað sem fórnarkostnaður fyrir fullorðinn.

Þegar kallað er á lögreglu vegna barns sem strýkur að heiman ber þeim að tilkynna málið til barnaverndarnefndar. Móðir barnsins sem strauk, sem ég hef sagt frá, opnaði barnaverndarmál á sjálfa sig. Ekki vanþörf á.

Barn sem strýkur frá lögheimili sínu tjáir sig með skýrum hætti. Ekkert réttlætir að halda lögheimili þar sem barn vill ekki búa. Þegar barn sem berst fyrir breyttu lögheimili strýkur má vænta að tekið verði á málinu. Eðli málsins samkvæmt tekur við vinna með barnaverndarnefnd og fólki sem á að hafa vit fyrir foreldri. Barnaverndarnefnd getur vistað barn utan heimilis. Fólk sem á að hugsa um hag barns tekur vonandi af skarið.

Tímabært að fagfólk láti hendur standa fram úr ermum og fari eftir því sem barnið vill. Verður það gert? Fróðlegt að fylgjast með.

Blessað barnið, mjög hugað, er neytt til að taka málið í eigin hendur. Móðir og kerfið hefur brugðist því.


Bloggfærslur 5. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband