Móðir neitar að færa lögheimili barns sem vill ekki búa hjá henni

Nýr vinkill í forsjármáli. Barn vill búa hjá föður sínum, sem býr ekki í sama bæjarfélagi og móðir sem er lögheimilisforeldrið. Barnið hefur verið hjá föður sínum frá því í haust og gengur í skóla þar. Barninu líður vel og vill ekki breytingar. Nú vill sveitarfélagið sem faðirinn býr í fá greiðslu með barninu vegna skólagöngu þess. Sveitarfélagið sem móðir býr í neitar. Móðir neitar að færa lögheimili barnsins, þrátt fyrir skýran vilja þess um hvar það vill búa. Móðir er einráð. Faðir sér um barnið og borgar meðlag og hefur gert í nær hálft ár. Ástæða neitunarinnar er að móðir hagnast fjárhagslega á lögheimilinu. Tekjur dragast saman ef hún lætur undan vilja barnsins.

Nú styttist í að barninu verði úthýst úr grunnskóla vegna afstöðu móðurinnar. Kerfið gerir ekkert. Allt sem fer inn í kerfið varðandi barn tekur heila eilífð. Barnaverndarnefnd gæti tekið af skarið en gerir það ekki. Spurning af hverju! Kannski þokast eittvað í málinu þegar barnið fær ekki að stunda lögboðið nám í grunnskóla vegna afstöðu móður.


Bloggfærslur 3. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband