Gott að leyfi frá húsfélagi þurfi við svona rekstur

Dómsorð:

Viðurkennt er að stefndu Sigrúnu Gróu Skæringsdóttur, skráðum eiganda íbúðar 202 að Vatnsstíg 15, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki II í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda, Húsfélaginu 101 Skuggahverfi I.

Viðurkennt er að stefnda Guðlaugi Rúnari Guðmundssyni, skráðum eiganda íbúðar 101 að Vatnsstíg 21, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki II í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda.

Viðurkennt er að stefndu Sigrúnu Gróu og Guðlaugi Rúnari, skráðum eigendum íbúðar 302 að Vatnsstíg 19, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki I í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda.

Stefndu greiði stefnanda óskipt 2.125.091 krónu í málskostnað. 

 

Hvort blaðamaður mbl.is hafi lesið dóminn til enda veit ég ekki en hann heldur fram að húsfélagið hafi tapað. Sé svo þá les ég dómsorðin ekki rétt.


mbl.is Sýknuð af kröfum húsfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband